Hugleiðingar veðurfræðings
Hvöss sunnanátt eða stormur á austanverðu landinu, hlýindi og rigning suðaustanlands framan af morgni, en lægir síðan, léttir til og kólnar. Annars vestlæg átt með éljum og hita nærri frostmarki. Síðdegis á morgun fer lægðardrag norður yfir landinu með úrkomu í öllum landshlutum, víða slyddu eða snjókomu, en rigning syðst. Heldur hlýnandi veður. Síðan útlit fyrir áframhaldandi umhleypinga.
Veðuryfirlit
Skammt N af landinu er 995 mb lægð sem hreyfist NNA og dýpkar, en yfir Eystrasalti er víðáttumikil 1049 mb hæð. Langt SV í hafi er 966 mb lægð sem þokast ANA. Suðvestan og vestan 3-8 m/s og stöku él, en 8-15 á A-verðu landinu fram eftir degi og birtir til. Hiti um og yfir frostmarki, en kólnar í kvöld. Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á morgun og rigning eða slydda með köflum S-til. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig seinnipartinn. Hægari vindur og þurrt um landið N-vert með hita nálægt frostmarki, en víða dálítil snjókoma eða slydda þar annað kvöld og gengur í norðaustan 10-18 NV-til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestan og suðvestan 3-8 og stöku él, hiti 0 til 3 stig. Hæg austlæg átt og þurrt í fyrramálið, en 5-10 m/s og rigning eða slydda síðdegis á morgun. Úrkomuminna annað kvöld og hlýnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 13-18 m/s NV-til og með N-ströndinni, annars mun hægari vindur. Snjókoma eða slydda um landið N-vert með hita nærri frostmarki, en rigning með köflum S-lands og hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-10 og stöku skúrir eða él. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-13 og súld eða dálítil rigning, en bjartviðri á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Suðvestan 10-18 og rigning eða súld, en úrkomulítið um landið NA-vert. Hlýtt í veðri.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt og dálítil rigning eða slydda, en þurrt að kalla A-lands. Heldur kólnandi.