,,Greinilega merkt: „BÖRN“ með stórum rússneskum stöfum sem sjást úr lofti“
Rússneski herinn sprengdi skóla þar sem 400 manns voru í skjóli í Mariupol, að sögn borgarráðsins. Listaskóli sem er notaður sem athvarf í umsátri rússa í borginni Mariupol hefur orðið fyrir loftárásum rússneska hersins, að sögn borgarráðs Mariupol í yfirlýsingu.
,,Um 400 manns voru í skjóli í byggingunni, sem gjöreyðilagðist í árásinni,“ sagði ráðið. Upplýsingar um mannfall eru enn óljósar en fólk er enn fast undir rústunum.
Enn er ekki ljóst hversu margir lifðu af árás á leikhús í borginni á miðvikudag
Gervihnattamynd sem birt var í gær, sýndi að tveir þriðju hlutar byggingarinnar sem einnig er notað sem skjól fyrir rússum, hefur verið gjöreyðilögð. Leikhúsið var ,,greinilega merkt með orðinu BÖRN“ með stórum rússneskum stöfum sem sjást vel úr lofti. Áætlað er að á bilinu 800 til 1.300 hafi verið í byggingunni þegar árásin var gerð.
Umræða