-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru sömuleiðis kallaðar út.

Áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var í grenndinni, brást skjótt við og tókst að kasta björgunarhring til skipverjans. Skömmu síðar komu skipsfélagar mannsins honum til bjargar á léttbát. Áhöfn þyrlunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi. Líðan hans er eftir atvikum góð.