Lagður var fram til kynningar Tölvupóstur bæjarstjóra Vesturbyggðar á fundi í vikunni, til Vegagerðarinnar sem dags. var 4.4.2023. Í tölvupóstinum eru settar fram spurningar í 6. liðum varðandi Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Þá var einnig lagður fram til kynningar svarpóstur frá Vegagerðinni dags. 13.04.2023.
Hafna- og atvinnumálaráð harmar áhugaleysi Vegagerðarinnar á málinu, af svörum Vegagerðarinnar að dæma er lítið gert úr áhyggjum sveitarfélagsins og svörin snubbótt.
Ljóst er að ef Röst kemur til með að leysa Baldur af við siglingar yfir Breiðafjörð mun það vissulega auka öryggi notenda en stórminnka flutningsgetu. Samgöngur af svæðinu eru erfiðar, hvort sem er vegna snjóa eða drullu. Reynsla fyrirtækja á svæðinu er að oft sé flutningabílum vísað frá vegna plássleysis.
Umræða