Nú virðist vera hafin ný alda af tölvusvindli þar sem óprúttnir aðilar koma fram undir nafni Póstsins. Að þessu sinni hafa þeir náð að setja upp svindlsíðu sem líkir eftir vef Póstsins svo grunlausir viðskiptavinir gætu haldið að þeir séu á öruggum vef okkar, en sú er ekki raunin. Tilgangurinn með svindli af þessu tagi er alltaf að fá þig til að gefa upp kortaupplýsingarnar þínar, sem hrottarnir nota svo til að taka út svínslegar upphæðir af kortinu þínu. Fréttatíminn hefur fengið nokkra slíka pósta á dag og sendi svindlurunum link inn á þessa frétt og líta póstarnir frá svindlurunum m.a. út eins og sá sem er hér að neðan:
Lærðu að verja þig
Því miður eru svindlararnir mjög færir og stundum getur verið erfitt að sjá hvort um sé að ræða efni frá Póstinum eða hrekkjalómum. Svikararnir notast við myndir frá Póstinum, íslenskan þeirra er oft mjög góð og þeir ná að dulbúast feiknavel. Við viljum því gera okkar besta til að upplýsa þig um þær leiðir sem við vitum að svikararnir eru að nota og benda á hvað þú, lesandi góður, getur gert til að verjast þessu. Hér að neðan má sjá dæmi um svikapósta sem viðskiptavinir hafa verið að fá.
Falsaðar greiðslusíður
Níðingarnnir eru, því miður, orðnir mjög færir í prettunum og því þarf almenningur sjálfur að vera á varðbergi og læra að rýna í hættumerkin.
Svikararnir dulbúast sem fyrirtæki og stofnanir sem þú treystir og þeir ná oft að gera það mjög vel. Þeir þykjast til dæmis senda þig á örugga greiðslusíðu kortafyrirtækis, sem er þó ekki raunveruleg.
Tilgangur svindlsins er í flestum tilvikum að nálgast kortaupplýsingar.
Vinir okkar hjá Íslandsbanka gera þessu góð skil í myndbandi hér að neðan.
Svindlið getur borist þér gegnum eftirfarandi miðla:
- Auglýsingar á Facebook og Instagram
- Í tölvupósti
- Í gegnum SMS
Tilgangur svindlsins er:
- Að leiða þig á svikasíðu
- Að komast yfir greiðslukortaupplýsingar þínar
- Að komast yfir persónuupplýsingar þínar
Það sem þú getur gert til að verjast netsvindli:
- Ekki smella á neina hlekki í auglýsingum, skilaboðum eða tölvupóstum
- Ekki gefa upp kortaupplýsingar
- Vera vakandi fyrir því hvaðan póstar eru sendir (skoðaðu netslóðina)
- Ef þú ert í vafa um hvort skilaboð séu frá okkur eða svindl, hafðu samband við okkur
Það sem þú átt að gera ef þú hefur verið blekkt/ur:
- Hafðu strax samband við bankann
- Tilkynntu málið til lögreglu
Öruggar leiðir til að greiða Póstinum og fylgjast með stöðu sendinga:
Gott er að hafa í huga að eini staðurinn þar sem þú getur greitt rafrænt af sendingum hjá okkur er í gegnum Mínar síður á vef Póstsins eða í gegnum appið. Ef þú færð tilkynningu um að greiða þurfi af sending í gegnum Minn Póst skaltu skoða vefslóðina vel því svikararnir geta sett gervislóð í auglýsingar og tölvupósta, en þeir geta ekki breytt vefslóðinni á vefsíðunni sjálfri.
Því miður er erfitt að eiga við netsvindl af þessu tagi og mörg fyrirtæki og opinberir aðilar hafa orðið fyrir því undanfarið að svikahrappar þykjast koma fram í þeirra nafni.
Það sem þú getur gert til að verjast er að vera vakandi, skoða öll skilaboð og pósta með gagnrýnum augum, sleppa því að smella á hlekki og aldrei gefa upp korta upplýsingar.