Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun
Laxinn mældist um fimm pund en hann beit á hjá Bergþóri í Sjávarfossi, aðeins nokkrum mínútum eftir að veiði hófst klukkan sjö í morgun.
Bergþór hlaut hvatningarveðlaun ÖBÍ í flokki einstaklinga 2011 fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.
Bergþór er þjálfari knattspyrnuliðsins FC Sækó og hann starfar hjá Batamiðstöðinni á Landspítalanum við Klepp og þekkir geðfötlun vel og hefur náð miklum bata.
Ljósmyndir tók: María Gunnarsdóttir
Umræða