2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Kona reyndi að opna hurð í flugi

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Kona reyndi að opna hurð í flugi – Fékk þrettán milljóna sekt

Farþegi sem olli því að tvær RAF-orustuflugvélar voru kallaðar til, til þess að fylgja flugvél aftur til Stansted flugvallar, þaðan sem að vélin hafði tekið á loft. Hefur nú fengið 13 milljóna króna reikning, eða sem nemur 85.000 pundum, frá flugfélaginu.
Konan sem er 25 ára og heitir Chloe Haines hefur verið sökuð um að hafa verið árásargörn, móðgandi og hættuleg í hegðun. Hún skapaði neyðarástand í flugi sem var á leið til Dalaman í Tyrklandi í s.l. mánuði. Hún reyndi m.a. að opna hurðina á flugvélinni þegar að vélin var búin að ná fullri hæð og skapaði mikla hættu um borð.

Tvær RAF Typhoon, orustuflugvélar voru sendar til að fylgja vélinni til lendingar

Konan var yfirbuguð af bæði áhöfn og farþegum vélarinnar og kallaðar voru til tvær Typhoon orusstuþotur til þess að fylgja vélinni aftur til Stansted. Til þess að undirstrika hversu alvarlega var tekið á málinu, þá rufu báðar þoturnar hljóðmúrinn á leið sinni að flugvélinni þann 22. júní s.l.
Haines, sem er frá Maidenhead í Berkshire, var handtekinn af lögreglunni Essex, strax við lendingu, grunuð um árás, glæpsamlegt athæfi og ógn gegn farþegum og áhöfn vélarinnar og er í gæsluvarðhaldi til 30 júlí. The Guardian greindi fyrst frá.
Steve Heapy, framkvæmdastjóri Jet2.com og Jet2holidays, sagði að: ,,Haines hafi verið uppvís að einu alvarlegasta tilfelli í sambandi við truflun á farþegaflugi sem að  starfsfólk hefði upplifað. Hún verður nú að takast á við afleiðingar gjörða sinna og við munum standa kröftuglega að því að endurheimta kostnaðinn sem við urðum fyrir vegna hegðunar hennar. Sem fjölskylduvænt flugfélag, höfum við ekkert umburðarlyndi fyrir svona hegðun og við vonum að þetta atvik og alvarlegar afleiðingar þess, veiti sterka viðvörun til annarra sem telja að þeir geti hegðað sér á þennan hátt í okkar flugvélum.“