Tilkynnt var um umferðarslys í Kópavogi í gærkvöld. Tveir menn voru þar á fjórhjóli sem valt og er ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var meiddur á öxl og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og síðan vistaður fyrir rannsókn máls, í fangageymslu lögreglu. Farþeginn slapp ómeiddur en hjólið er óskráð.
Ölvaður maður var svo handtekinn í Kópavogi, hann hafði átt í ágreiningi og var með hníf í hönd. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum, líkamsárás og eignaspjöll og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Þá var tilkynnt úr Hlíðarhverfi um að húsráðandi vaknaði varð var við að ókunnugur maður er inni í íbúinni. Maðurinn var sagður ölvaður og fór strax út úr íbúðinni án þess að taka nokkuð og fór burt, akandi bifreið, en fannst ekki þrátt fyrir leit. Þá var tilkynnt um ofurölvi konu við Ingólfsstræti og ekki náðist að koma konunni heim og var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Nokkrir ökumenn voru grunaðir um akstur bifreiða undir áhrifum vímuefna og sá yngsti var 17 ára og var forráðamaður upplýstur og tilkynning send til Barnaverndar.