Ég er búin að berjast við kerfið síðan 1984, búin að skrifa bréf og greinar og fara í viðtöl og tala við þingmenn en það gerist aldrei neitt. Ég gæti alveg eins talað við girðingastaura. Maður rekst alltaf á vegg, ég veit ekki hvort þetta er fjórflokkurinn eða hvað? En ég ætla að gerast alþingismaður til að komast til botns í málinu og berjast fyrir bættum kjörum. Þetta er bara spurning um að fólk setji atkvæðið á réttan stað.“ Segir Silla,- Sigurlaug Gísladóttir sem hefur barist fyrir fatlaða einstaklinga og sjúklinga, bæði innan eigin fjölskyldu og utan.
Þá talar hún um báknið sem sé ótrúlega vitlaust, þar sem sömu reglur eru settar á smáfyrirtæki og stórfyrirtæki sem eru að sjálfsögðu allt of íþyngjandi fyrir smærri fyrirtækin. ,,Heilbrigðiskerfið, málefni eldri borgara, fatlaðra og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu er það sem ég brenn fyrir auk þess sem það þarf að fara í róttækar breytingar á sjávarútvegs og landbúnaðarkerfinu.“ Þá er bent á í viðtalinu að þeir sem vilja skrifa undir sem meðmælendur, þá sé hægt að kynna sér það með því að smella HÉR
Umræða