Jarðskjálfti af stærðinni þrír mældist suðaustan við Skjaldbreið á fjórða tímanum í dag. Skjálftinn er hluti af hrinu sem hófst 15. júlí og er sá stærsti sem hefur mælst í henni.
Samkvæmt tilkynningu frá Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands hafa borist tvær tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í byggð.
Umræða