Í vikunni var myndin Barbie frumsýnd við mikinn fögnuð áhorfenda enda frábær mynd og mikið í hana lagt. Fréttatíminn var mættur á frumsýninguna og það er alveg óhætt að hvetja fólk til að sjá þessa frábæru mynd.
Mikil stemming var í salnum og margir áhorfendur klæddir í bleikum lit sem er þema myndarinnar. Sýningargestir voru yfir sig hrifnir af myndinni sem sló algjörlega í gegn.
Framleiðandi myndarinnar er Warner Bros og fjallar myndin um hina ljóshærðu, sólbrúnu og lífsglöðu Barbie. Til hafði staðið að gera Hollywood kvikmynd um Barbie í mörg ár og nú er hún tilbúin.
Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá fer enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken.
Leikstjóri myndarinnar er Greta Gerwig, en hún er einnig handritshöfundur ásamt eiginmanni sínum Noah Baumbach.
Meðal leikara í myndinni eru Issa Rae, Will Ferrel, Kate McKinnon, Simu Liu, Michael Cera og America Ferrera.
Umræða