Eldur logar í húsi við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og mikinn reyk leggur frá því. Í húsinu er iðnaðarstarfsemi, en vegfarandi sem fréttastofa ræddi segir að svo virðist sem búið sé í húsinu. Hann hafi íbúa forða sér út úr húsinu. Annar segist hafa séð eldinn taka yfir húsið og fólk á hlaupum á þökum og allt í kring.
Benedikt Sigurðsson fréttamaður á ríkisútvarpinu greindi fyrst frá og er á vettvangi. Vegfarandi sem hann ræddi við segist hafa hlaupið inn í húsið og vakið fjögurra manna fjölskyldu sem var þar sofandi.
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi eldsvoðans í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Fimm slökkvibílar eru á vettvangi, auk þriggja sjúkrabíla.
Umræða