Tilkynnt um tilraun til Ráns í Kópavogi (hverfi 201) laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Tveir ungir menn veittust að konu við heimili hennar í Kópavogi og ógnuðu henni m.a. með eggvopni og sögðu henni að gefa þeim síma sinn og peninga.
Konan neitaði því og sagðist ætla að hringja í lögregluna. Mennirnir fóru við það, burtu í bifreið sinni en voru handteknir skömmu síðar og eru núna vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umræða