Tilkynnt var um umferðaróhapp á Reykjanesbraut í gær, er ökumaður bifreiðar missir annað framdekkið undan bifreið sinni. Ökumaðurinn hafði verið að láta setja nagladekkin undir. Bifreiðin var flutt með dráttarbifreið aftur á dekkjaverkstæðið og ökumaðurinn aðstoðaður heim.
Rétt fyrir níu í gærkvöld, var tilkynnt um þjófnað í Breiðholti. Unglingur leyfði mönnum að hringja úr símanum sínum en þeir hlupu á brott með símann. Skömmu síðar var tilkynnt um tvo menn í sama hverfi sem höfðu veist að manni á göngustíg og krafið hann um úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar. Mennirnir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit.
Laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld er svo tilkynnt í þriðja sinn um tvo menn sem höfðu rænt síma ofl. frá 13 ára dreng. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Mennirnir eru einnig grunaðir í hinum tveimur málunum í Breiðholti.