Baldvin Þorsteinsson, annar af stærstu hluthöfum Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, ákvað að gefa ekki skýrslu sem vitni hjá héraðssaksóknara í Namibíumálinu svokallaða.
Fjallað er ítarlega um Namibíumálið og þá sem komu að því máli sem er talið vera stærsta mútumál Íslandssögunnar.
Ástæða þess að Baldvin gefur ekki skýrslu en hann varð skyndilega gerður að forstjóra og eiganda að Samherja, er sú að faðir hans hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu. Þetta gerðist vorið 2023. Upplýsingar um þetta koma fram í gögnum sem fréttastofa rúv er með.
Lögreglan í Namibíu vildi fá Samherjamenn framselda til Namibíu og leituðu aðstoðar Interpol og var Baldvin Þorsteinsson einn þeirra tíu sem lögreglan í Namibíu vildi fá framseldan til Namibíu.

Í lögum um meðferð sakamála kemur fram að einstaklingur geti skorast undan því að gefa skýrslu sem vitni ef nátengdir ættingjar þeirra eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. Þetta á til dæmis við um börn og systkini viðkomandi. Baldvin vildi ekki svara spurningu fréttastofunnar um þessa ákvörðun þegar eftir því er leitað í tölvupósti.
Þá segir jafnframt; ,,Í ljósi þess að Baldvin Þorsteinsson var beðinn um að gefa skýrslu sem vitni í málinu er ljóst að embætti héraðssaksóknara taldi hann geta veitt einhverjar upplýsingar um Namibíumálið.
Hvernig tengist Baldvin þessu máli?
Í blaðinu Heimildinni árið 2021 var fjallað um aðkomu Baldvins að rekstri Samherja í Namibíu-málinu út frá fyrirliggjandi gögnum, meðal annars tölvupóstum. Þar kom meðal annars fram að Baldvin hefði verið viðriðinn rekstur Samherja í Namibíu allt frá því að hann hófst árið 2012. Eftir að Samherji hóf rekstur í Namibíu sendi Baldvin meðal annars tölvupóst til Jóhannesar Stefánssonar, sem sá um meintar mútugreiðslur, en varð síðar uppljóstrari í málinu, og sagði að hann væri að íhuga að koma til Namibíu til að aðstoða hann.
Í gögnum málsins er svo að finna tölvupósta frá Baldvini yfir nokkurra ára tímabil þar sem hann spyr út í reksturinn þar í landi. Í tölvupósti í ágúst 2018 spyr hann framkvæmdastjórann í namibískum dótturfélögum Samherja meðal annars: „Er búið að gefa út kvótann í Namibíu?“
Aðkoma Baldvins að rekstri Samherja í Namibíu yfir nokkurra ára tímabil liggur því fyrir í þeim gögnum sem eru til um þennan rekstur.“ Hægt er að lesa ítarlega frétt um málið á vef Rúv.

