Helstu fréttir í dagbók lögreglu á tímabilinu 17:00-05:00 eru þessi:
Lögreglustöð 1
-Tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi. Lögregla fór á vettvang.
-Lögreglumenn stöðva ökumann bifreiðar eftir að hann ók geng rauðu umferðarljósi. Ökumaður reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökuréttindum og notaðist ekki við öryggisbelti við akstur.
-Tilkynnt um líkamsárás við verslunarkjarna þar sem að starfsmaður verslunar var sakaður um að hafa slegið viðskiptavin.
-Tilkynnt um ökumann bifreiðar sem að hafði sofnað undir stýri á rauðu umferðarljósi við gatnamót. Lögreglumenn höfðu afskipti af ökumanni. Hann reyndist vera undir áhrifum sljógvandi efna og óhæfur til að aka bifreið.
-Ökumaður stöðvaður við akstur, við nánari skoðun kom í ljós að tvö börn voru án öryggis-og verndarbúnaðar í aftursæti, annað þeirra sat í fangi fullorðins.
-Lögregla hafði afskipti af aðila sem að var grunaður um sölu fíkniefna. Hann framvísaði efnum og fjármunum sem að talinn var ágóði af sölu.
-Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Sá var grunaður um óæskilega hegðun og að hafa áreitt vegfarenda kynferðislega. Aðilinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
-Tilkynnt um eld í iðnaðarhúsnæði í hverfi 104. Ekki meira vita þegar þetta er ritað.
-Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglustöð 2
– Tilkynnt um eignaspjöll á bifreið.
Lögreglustöð 3
– Tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýlishúsi í hverfi 111. Lögregla fór á vettvang.
-Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Færður á lögreglustöð í sýnatöku.
Lögreglustöð 4
– Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn reyndist vera með börnin sín í bifreiðinni. Ökumaðurinn er einnig grunaður um að hafa orðið valdur að minniháttar umferðaróhappi. Ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa og börnunum var komið í hendur ættingja.
-Tilkynnt um líkamsáras í hverfi 110. Gerandi var farinn af vettvangi þegar að lögreglu bar að. Lögregla telur sig vita hver gerandi er.