• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 24. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Ísland eykur stuðning við mannréttindasamtök í Úganda

Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Hassan Shire, framkvæmdastjóri DefendDefenders, Sveinn H. Guðmarsson sendiráðunautur og Memory Bandera Rwampwanyi hjá DefendDefenders.

Ísland eykur stuðning við mannréttindasamtök í Úganda

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
20. desember 2024
in Erlent, Fréttir, Innlent
A A
0

Framlög Íslands til samtakanna DefendDefenders hafa verið aukin en samtökin eru bakhjarl fólks sem berst fyrir mannréttindum í Austur-Afríku, þar á meðal réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Ísland aukið stuðning við loftslags- og skólamáltíðarverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Úganda og fjármagnar viðgerð og endurbætur á stórri vatnsveitu í flóttamannabyggð í norðurhluta Úganda.

Ísland hóf stuðning við DefendDefenders fyrir réttu ári en samtökin styðja við og vernda fólk sem berst fyrir mannréttindum, meðal annars hinsegin fólks, í Austur-Afríku og á Afríkuhorninu svonefnda. Höfuðstöðvar þeirra eru í Kampala í Úganda. Sendiráð Íslands í Kampala hefur nú undirritað nýtt samkomulag við DefendDefenders sem nemur 300.000 bandaríkjadölum, jafnvirði 41 milljónar króna. Um kjarnaframlag er að ræða en við ákvörðun um stuðning var sérstaklega litið til þess að forsetakosningar verða í Úganda eftir rúmt ár og mikilvægt að tryggja vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum í aðdraganda þeirra.

„Ólögin gegn hinsegin fólki í Úganda hafa verið í brennidepli undanfarin misseri og ekki síst þess vegna ákvað Ísland í fyrra að gerast bakhjarl þessara öflugu svæðisbundnu mannréttindasamtaka. Stuðningurinn Íslands hefur þýtt að samtökin hafa getað tryggt baráttufólki fyrir réttindum hinsegin fólks nauðsynlega vernd til að geta haldið málstað sínum á lofti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Framlagið til WFP hljóðar upp á 750.000 bandaríkjadali, jafnvirði hundrað milljóna íslenskra króna. Um er að ræða framlengingu á loftslags- og skólamáltíðarverkefni Íslands og WFP sem hófst í byrjun þessa árs í Karamoja, fátækasta svæði landsins. Framhaldsverkefnið felur í sér uppsetningu á orkusparandi eldunarstöðu í 91 skóla með 75.590 nemendur auk trjáræktar og ræktun á sætum kartöflum, sem eru bæði næringarríkar, harðgerar og auðveldar í ræktun. Áætlað er að verkefnið styðji við uppsetningu á ræktarstöðvum á um 230 hektara svæði í Karamoja. Um er að ræða viðbót við skólamáltíðarkörfu WFP sem eykur fjölbreytni og stuðlar að fæðuöryggi nemenda.

„Úganda er bæði viðkvæmt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga og er illa í stakk búið til að takast á við þær. Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands í Úganda tekur í auknum mæli mið af þessum veruleika. Loftslagsverkefni okkar og WFP í Karamoja hefur gefist vel og því er rökrétt skref að víkka það enn frekar út í samræmi við þessa stefnu,“ segir Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda. 

Loks hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að fjármagna viðgerð og endurbætur á stórri vatnsveitu í flóttamannabyggð í Yumbe-héraði í norðvesturhluta Úganda, nærri landamærum Suður-Súdans. Meginæð vatnsveitunnar eyðilagðist í miklum flóðum í haust með þeim afleiðingum að tíu þúsund manns hafa ekki lengur tryggan aðgang að heilnæmu vatni. Stuðningurinn við vatnsveituverkefnið er í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og hljóðar upp á 320.000 bandaríkjadali, jafnvirði 44 milljóna króna. Framlagið nýtist til að gera við lögnina, bæta flóðavarnir og þrefalda afkastagetu vatnsveitunnar þannig að hún nýtist 30.000 manns. Ekkert ríki Afríku tekur á móti jafn mörgum flóttamönnum og Úganda en fjöldi þeirra í landinu er hátt í tvær milljónir.

  • Skólaeldhús í Karamoja. - mynd
Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Sigurður ákærður fyrir morð á dóttur sinni

    Sigurður Fannar Þórsson dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á 10. ára dóttur sinni.

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi

    35 deilingar
    Share 14 Tweet 9
  • Vélhjólaslys

    25 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Auglýsingaherferð SFS (LÍÚ) hefur engu skilað – Hundruðir milljóna í vaskinn

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Lýst var eftir Hlyni Gíslasyni

    67 deilingar
    Share 27 Tweet 17
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?