Um kl.22.00 í kvöld, barst tilkynning til lögreglunnar á Norðurlandi vestra, þess efnis að hópbifreið á suðurleið, hefði lent utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal.
Í bifreiðinni voru 31 með ökumanni, farþegar voru allir ungmenni á aldrinum 16-19 ára. Bifreiðin var á hjólunum allan tímann og enginn meiddist við óhappið.
Vel gekk að ná henni upp með aðstoð björgunarsveita og bónda af nálægum sveitabæ á stórri dráttarvél. Fólkið fór í gistingu í nágrenninu og ætla bíða með áframhald ferðar til morguns. Þess má geta að mikil hálka er á vegum á þessum slóðum og mjög hvasst og eru ökumenn beðnir að sýna varúð og aðgætni að sögn lögreglu.
Í bifreiðinni voru 31 með ökumanni, farþegar voru allir ungmenni á aldrinum 16-19 ára. Bifreiðin var á hjólunum allan tímann og enginn meiddist við óhappið.
Vel gekk að ná henni upp með aðstoð björgunarsveita og bónda af nálægum sveitabæ á stórri dráttarvél. Fólkið fór í gistingu í nágrenninu og ætla bíða með áframhald ferðar til morguns. Þess má geta að mikil hálka er á vegum á þessum slóðum og mjög hvasst og eru ökumenn beðnir að sýna varúð og aðgætni að sögn lögreglu.
Umræða