Vegna tilkynningar Icelandair til Kauphallar Íslands um viðræður Icelandair og Wow air vill ríkisstjórnin taka fram:
Stjórnvöld hafa síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi.
Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa.
Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að.
Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.
Umræða