Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Þá gerir veðurspá ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og hárri ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag.
Samkvæmt sjávarfallaútreikningum sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar verður morgunflóð í Reykjavík á fimmtudag og föstudag 4,4 metrar og á Ísafirði verður morgunflóðið 2,4 metrar sömu daga. Vindáhlaðandi og há ölduhæð geta haft áhrif til hækkunar sjávarstöðu umfram þessa útreikninga.
Hér er hægt að sjá upplýsingar um ölduhæð
Umræða