,,Hér þurfa almannavarnir að koma að og eini möguleiki almannavarna er að kjósa rétt næsta vor!“
Hvers virði er kvótalaus bátur? Hvers virði er kúnnalaus rúta? Einskis virði! Bankar hafa ekki viljað lána kvótalausum bátum fé í áratugi, af hverju á þá allt í einu að lána kúnnalausum og tekjulausum rútum? Og jafnvel ferðaþjónustu sem er einskis virði, þar til annað liggur fyrir? Er ekki nær að bjarga fólkinu í landinu með þessu fjármagni sem á að stela núna og deila til útvaldra vildarvina og fyrirtækja að vanda íslenskra fyrirgreiðslupólitíkusa?
Af hverju er lögð áhersla á að bjarga Icelandair sem er hrunið á markaði með hlutabréf að verðmæti 3.0 kr. pr. hlut? Hví eiga skattgreiðendur að greiða laun fyrir fyrirtækin í landinu? Hvernig var farið með WOW air fyrir nokkrum dögum? Er ekki nóg til af flugfélögum í heiminum? Það var alla vega í lagi að WOW færi lóðbeint á hausinn, ríkinu datt ekki í hug að bjarga því samfélagslega mikilvæga fyrirtæki eins og góða fólkið sem á svo mikið „samtal“ um alla hluti og er alltaf að reyna að læra af daglegum mistökum. WOW air var ekki bjargað þrátt fyrir hörmulegar „SAMFÉLAGSLEGAR“ afleiðingar sem fall þess hafði . Hvers vegna var það? Í FULLRI ALVÖRU, HUGSIÐ ÞAÐ!
Eru ekki tvö önnur flugfélög tilbúin að byrja hérlendis með sitt eigið raunverulega fjármagn og eru ekki um 30 flugfélög að fljúga til og frá landinu? Bara spyr af hverju þarf að leggja fjármagn í dekur fyrirtæki ríkisstjórnarinnar, þegar heimilin loga? Er „vinstri“ armur stjórnarinnar sem er sögð vera í „Forsæti“ lömuð eins og fyrri daginn? Reyndar alla hina dagana!
Ónýtt kvótakerfi, landbúnaður og ónýt byggðastefna
Íslenska kvótakerfið er ónýtt. Kvótakerfið sem er sagt vera það besta í heimi af þeim sem „eiga kvótann“ að eigin áliti, er ónýtt. Það hefur ekki skilað neinu í 35 ár. Við erum að veiða minna en fyrir 35 árum. Verndunarstefnan og skortveiðarnar hafa engu skilað til eigenda auðlindarinnar sem er þjóðin. Þjóðin á kvótann samkvæmt stjórnarskrá Íslands sem er æðri öllum lögum. Æðri öllum heimatilbúnum útskýringum þeirra sem hafa haft umboð til þess að veiða fisk undanfarin ár. Sem hafa án heimildar eigandans veðsett eign þjóðarinnar, en þeir sem voru svo heimskir að samþykkja veðin sitja uppi með keisara án klæða. Hugsið ykkur heimskuna. Þjóðin á kvótann, sá sem er að veiða hann fær lánastofnun til að taka veð í einhverju sem hann á ekkert í.
Ónýtt kvótakerfi til 35 ára
Þjóðin verður að taka í taumana og innkalla allan kvóta og endurskipuleggja veiðar og endurgjald í gegnum veiðigjaldið. Fiskveiðistjórnunarkefið á Íslandi er löngu gjaldþrota, aflinn er minni en fyrir 35 árum og það þarf að stokka allt kerfið upp á nýtt frá a-ö. Þjóðin þarf að gera það, aðrir hafa haft 35 ár til að bæta stöðuna án árangurs.
Þarf ekki að breyta hér öllu strax varðandi sjávarútveg og landbúnað og virkja byggðir landsins að nýju til að framleiða hér af fullum krafti? Byggja upp fleiri og smærri fyrirtæki sem hlutfallslega gæfu fleiri bein og óbein störf, meiri verðmæti sem dreifðust jafnar yfir landið og myndu þá sömuleiðis auka neyslu í landinu og jöfnuður kæmist á að nýju eftir þær hörmungar sem hafa átt sér stað í óstjórn undir forystu hagsmunaafla kolkrabbans sem hefur aldrei lifað betra lífi en árið 2020 en er byggður á gjaldþrota hugmyndafræði þarsíðustu aldar og dregur líf sitt á pilsfaldarkapitalisma og ríkisfyrirgreiðslu og á miklu meira sameiginlegt með gamala sovíét sósíalisma en nokkru sinni alvöru kapitalisma. Íslenskir kapitalistar hafa byggt allt sitt upp á að vera á ríkis jötunni og nú sem aldrei fyrr á að ,,gefa í“ á þeirr braut. Ríkið og almenningur, á að bjarga þessum ríkis „kapitalistum“ sem þykjast vera á einhverjum „frjálsum og sjálfstæðum markaði“ En eru í raun bara bótaþegar og baggi á samfélaginu.
Veiran og auðlindir þjóðarinnar
þetta ástand verður ekki auðvelt og því þarf að vanda vel til verka í þetta skiptið, við horfum enn á sviðna jörð eftir stjórnmálamenn og braskara eftir síðasta hrun. Þegar ég heyri að byggja eigi upp ferðaþjónustuna, þá held ég að óskhyggjan ráði þar för. Ferðalög er það sem öllum jarðarbúum kemur nú síðast í hug.
Ísland er ríkt af auðlindum
En við eigum auðlindir og við eigum að virkja þær fyrir þjóðina alla með innköllun á öllum auðlindum til ríkisins samkvæmt stjórnarskránni. Auðlind þjóðarinnar hefur alltaf rétt þjóðarskútuna við og verður því að vera undir ríkinu komið, sem þjóðareign, þar sem ríkið dreifir auðlindinni af sanngirni yfir allt landið, á hvert sveitarfélag. Sem gefur þannig störf innan landsins alls og gjaldeyri og tekjur til allra landshluta. Já ég er að tala hér um róttækar breytingar en við erum líka stödd í róttækum veruleika sem enginn plástur mun lækna. Pilsfaldarkapitalistar sem þykjast eiga sameign þjóðarinnar og segja að ,,þjóðin geti ekki átt neitt“ eins og löglærður formaður LÍÚ eða samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir. Við þurfum að standa saman gegn svona öflum sem vinna gegn þjóðarhag með því að segja að þjóðin hafi ekkert með auðlind sína að gera. Svona ummæli lögfræðings eru bæði heimskuleg og stórkostlegt hneyksli og standast ekki lög á Íslandi, það sér hver meðalgreindur maður. Þá er umdeild milliverðlagning sjávarafurða erlendis og t.d hefur Samherjamálið vakið upp margar spurningar en engin svör. Sjómannasambönd ofl. hafa gagnrýnt verð á makríl og hafa bent á að maðkur kunni að vera í mysunni víða og hafa sagt margt misjafnt um skiptingu aflaverðmæta og bent á að þjóðin sé jafnvel hlunnfarin þegar kemur að auðlindagjaldi vegna veiðigjalda. Þá er útgerðin á móti því að sjávarafurðir verið innkallaðar og settar á frjálsan markað þar sem allur fiskur færi á opinberan markað.
Frestun á vanda leysir ekki neitt. Nú þurfa að koma til sársaukafullar og ábyrgar aðgerðir sem skila sér strax til þjóðarinnar allrar, annars verður hér allt eins og var 2008 aftur. Viljum við það? Hver á að ábyrgjast að ferðaþjónustu fyrirtækin í landinu verði rétt metin? Er hér verið að gefa kost á að þau geti veðsett sig í botn og tæmt bankana að innan með þeim fresti sem á að gefa þeim? Af hverju er ekki almenningi og heimilum landsins boðið það sama og fyrirtækjum sem enginn veit fyrir víst hvort muni lifa eða deyja?
Hvar er vinstri stjórnin?
Heimilin verða alltaf til, þau eru ekki að fara að skipta um kennitölu eða svíkjast undan samfélagslegri ábyrgð! Hvar er vinstri stjórnin sem á að standa með heimilunum? Fólkið í landinu sér ekkert vinstri neitt, það á engan málsvara þrátt fyrir svokallaðan vinstri forsætisráðherra „við stjón,“ Katrín Jakobsdóttir er stærstu vonbrigði fólks sem hélt að til væri réttlæti á Íslandi, það kaus hana vegna þess sem hún sagði til að plata út úr fólki atkvæðin, en það fólk mun aldrei kjósa VG aftur. ,,VG og Kata er game over forever“ og hún lætur redda sér einhverju vel launuðu djobbi í Vestubænum við eitthvað sem engu máli skipti þegar hennar tími kemur í þeim efnum. Þannig virka stjórnmálin á þessari örsmáu eyju og þannig hefur þetta verið.
Lýst einhverjum á þessar vonlausu aðgerðir í raun og veru og hvaða tilgangi munu þær þjóna þegar á öllu er á botninn hvoft? Tilgangi fárra og útvaldra vildarvina er það eina sem þær muna þjóna og til þess var leikurinn gerður og heilalaust vinstra hvelið dinglar með!
Hér þurfa almannavarnir að koma að og eini möguleiki almannavarna er að kjósa rétt næsta vor, fyrir almenning í landinu en ekki fáa og útvalda!