• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 6. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Pútín hefur gert stór og afdrifarík mistök

Rússneskir hermenn fóru til Úkraínu án þess að vita hvað þeir voru að gera, bensínlausir skriðdrekar - Vonlausa leyniþjónustan og Pútín fá algera falleinkun

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
21. mars 2022
in Erlent, Fréttir
A A
0

Rússneska leyniþjónustan mjög léleg og Pútín fær algera falleinkun fyrir að hafa vanmetið alla þætti varðandi innrásina í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti á mestu sökina á hversu illa hernaður Rússa hefur gengið.  Mynd-AFP

Einangrun rússneska forsetans hefur gert það að verkum að Vesturlönd eiga mjög erfitt með að spá fyrir um næstu skref hans, segja yfirmenn leyniþjónustunnar CIA í samtali við BBC. ,,Pútín er einn um að taka ákvarðanir í Moskvu.“ Segir John Sipher, fyrrverandi yfirmaður aðgerða CIA í Rússlandi. Hópurinn sem samanstendur af trúnaðarmönnum Pútíns hefur aldrei verið stór en ákvörðunin um að ráðast inn í Úkraínu var tekin í samráði við aðeins örfáa menn, að sögn fréttastöðvarinnar.

Pútín umkringdur jámönnum

,,Í jafn vel vernduðu kerfi og Rússlandi er, þá er ákaflega erfitt að hafa góða upplýsingar um hvað er að gerast inni í höfði leiðtogans, sérstaklega þegar svo margir af hans eigin fólki vita ekki hvað er að gerast,“ segir John Sawers, fyrrverandi yfirmaður Breska MI6. Auk þess að þetta er lítill hópur, er talið að Pútín hafi fjarlægt fólkið í kringum sig sem þorir að véfengja eða efast um skoðanir hans. Með öðrum orðum, hann umkringir sig eingöngu fólki sem staðfestir það sem hann segir og samþykkir hans hugmyndir. Það er aðal ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið eins og það hefur gert hjá Rússum í Úkraínu.

Pútín algjörlega vanmetið verkefnið

,,Pútín hefur algjörlega vanmetið verkefnið því enginn hefur gefið honum raunverulega mynd af því hvernig heimurinn lítur út og að Úkraína hafi þróast,“ segir Jacob Kaarsbo, fyrrverandi yfirsérfræðingur hjá leyniþjónustu hersins í Danmörku við danska sjónvarpsstöðina 2.

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu niðurlægði Pútín sinn eigin leyniþjónustustjóra á fundi öryggisráðsins. Áætlun Pútíns um hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu var einnig skipulögð með áherslu á að halda henni leyndri fyrir sem flestum. Niðurstaðan var ringulreið, samkvæmt heimildum BBC. Forysta rússneska hersins var ekki tilbúin og sumir hermenn fóru yfir landamærin til Úkraínu án þess að vita hvað þeir voru að gera, skrifar BBC.

Illdeilur og sundrung í kringum Pútín

Það er innri ólga í ríkisstjórn Pútíns, að sögn The Wall Street Journal. Háttsettur embættismaður í rússnesku alríkisöryggisþjónustunni (FSB) leyniþjónustunni hefur verið handtekinn og Vladimír Pútín forseti er bálreiður vegna misheppnaðrar innrásar í Úkraínu. Bandarískur embættismaður sagði við blaðið að rússneski yfirmaðurinn, Sergei Beseda hershöfðingi, væri ábyrgur fyrir aðgerðum FSB í Úkraínu. Hann segir einnig að illdeilur hafi brotist út á milli FSB og rússneska varnarmálaráðuneytisins, sem eru mikilvægustu ríkisstofnanirnar sem koma að skipulagningu innrásarinnar.

Allt að fimm rússneskir hershöfðingjar hafa fallið í átökunum sem eru mjög slæmar fréttir fyrir embættismenn Pútíns. „Þegar það kemur að þessum gaur, þá er ljóst að þá viðkvæði hans að „einhver annar hafi rangt fyrir sér og þurfi að borga fyrir það,“ sagði Jeffrey Edmonds, fyrrverandi embættismaður CIA og þjóðaröryggisráðsins, við Journal. Embættismaður FSB hefur verið handtekinn, að sögn New York Times, sem vísar til rússneskra fréttaheimilda.

Pútín hefur gert afdrifarík mistök

Það er augljóst að innrás Rússa í Úkraínu hefur ekki gengið eins og þeir reiknuðu með og er fjarri því að vera eins auðveld og þeir virtust ganga út frá. Höfuðborgin Kyiv hefur verið óvinnandi vígi og Vladímír Pútín, Rússlandsforseti á mestu sökina á hversu illa hernaður Rússa hefur gengið að mati hernaðarsérfræðings en hann segir að Pútín hafi gert afdrifarík mistök. Ekstra Bladet fékk Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing við danska varnarmálaskólann, til að benda á helstu og stærstu mistök Pútín vegna árásarinnar. Hann benti á að leyniþjónustan hefði verið mjög léleg og hún fær algera falleinkun fyrir að hafa vanmetið allt er varðaði stríðið og áhrif þess sem og baráttugetu Úkraínu ofl.

Rússar algerlega óundirbúnir og rússneskir hermenn höfðu enga hugmynd

Rússar fóru algerlega óundirbúnir í þetta stríð og rússneskir hermenn höfðu ekki minnstu hugmynd um að þeir ættu að ráðast inn í Úkraínu. „Margt bendir til að aðgerðin hafi verið það leynileg að þeir hafi ekki haft neina hugmynd um að það ætti að gera innrás.“ Þá sagði hann að það væri búið að vera endalaust klúður innan hersins frá fyrsta degi og t.d. hafi ekki tekist að tryggja flutninga á nauðsynlegustu birgðum til hersins. Það hafi jafnvel komið upp á að brynvarin ökutæki urðu bensínlaus því ekki hafi tekist að útvega eldsneyti, skotfæri né mat til fremstu hersveitanna og þetta sé vandamál sem Rússar glími ennþá m.a. vegna þess að Úkraínumönnum hafi tekist vel með að ráðast á birgðalestir.

https://gamli.frettatiminn.is/20/03/2022/putin-daemdur-fyrir-stridsglaepi/

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    93 deilingar
    Share 37 Tweet 23
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    184 deilingar
    Share 74 Tweet 46
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?