Hugleiðingar veðurfræðings
Austlæg átt í dag með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu, en þurrt fram eftir degi fyrir norðan. Síðan dálítil snjókoma eða slydda þar, en hvessir talsvert og snjóar norðvestan til undir kvöld.
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með snjókomu norðvestan til á morgun og hita nærri frostmarki þar, en annar suðlæg átt og rigning með köflum og fremur hlýtt. Styttir víða upp á miðvikudag, en kólnar fyrir norðan. Síðan útlit fyrir áframhaldandi lægðagang með tilheyrandi úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veður.
Veðuryfirlit
Um 500 km NA af Jan Mayen er 977 mb lægð, sem hreyfist NA og dýpkar, en yfir Eystrasalti er víðáttumikil 1045 mb hæð. Langt SV í hafi er 976 mb lægð, sem þokast ANA, en frá henni teygir sig lægðardrag til NA-urs.
Veðurhorfur á landinu
Hæg suðaustlæg átt og bjartviðri NA-lands, en annars skýjað að mestu og víða vægt frost.
Austlæg átt, 5-13 m/s uppúr hádegi og rigning eða slydda með köflum S-til. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 8 stig seinnipartinn. Hægari vindur og þurrt um landið N-vert með hita nálægt frostmarki, en víða dálítil snjókoma eða slydda þar í kvöld og gengur þá í norðaustan 10-18 NV-til.
Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma NV-til á morgun og hiti nærri frostmarki, en annars suðlæg átt, 5-13 og rigning með köflum. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast og úrkomuminnst NA-lands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-10 m/s og þykknar upp, rigning eða slydda með köflum eftir hádegi með hita 1 til 5 stig. Suðaustlægari og súld eða rigning í kvöldið og hiti 2 til 7 stig, en hægari og úrkomulítið á morgun.
Spá gerð: 21.03.2022 04:51. Gildir til: 22.03.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 13-18 m/s NV-til og með N-ströndinni, annars suðlæg átt, 5-13. Snjókoma eða slydda um landið N-vert með hita nærri frostmarki, en rigning með köflum S-lands og hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-10 m/s og stöku skúrir eða él og hiti nærri frostmarki. Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu S- og V-til um kvöldið og hlýnar.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en þurrt að kalla á NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Stíf suðlæg átt og rigning, en austlægari og slydda eða snjókoma fyrir norðan framan af degi. Hlýnandi veður.
Á laugardag og sunnudag:
Sunnan- og suðvestanstrekkingur og vætusamt, en úrkomulítið um landið A-vert. Hlýtt í veðri.
Discussion about this post