Undanfarna daga hefur einhverju af gaskútum verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Upp úr miðnætti í nótt brá svo við að í kútum var kveikt á berangri á fjórum stöðum innan bæjarmarka á Selfossi og skammt utan við bæinn. Ljóst er að veruleg hætta skapaðist af þessu m.a. vegna sprengihættu.
Lögregla og Brunavarnir Árnessýslu slökktu elda þessa ásamt því að vegfarandi sem kom að einum vettvanginum slökkti sjálfur þann eld. Þeir sem að slökkvistarfi komu settu sig í töluverða hættu við það að nálgast kútana og þó eldarnir hafi verið kveiktir á berangri getur orðið gríðarlegt eldhaf þegar og ef kútur gefur sig.
Lögreglan skorar á alla þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að koma þeim til lögreglu í síma 444-2000 í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook.