Knattspyrpumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur heim til Íslands eftir tveggja ára farbann í Bretlandi. Eins og áður hefur verið fjallað um þá var mál gegn Gylfa Sigurðssyni fellt niður í síðastliðinni viku og er Gylfi frjáls maður eftir að hafa setið í um tvö ár undir alvarlegum ásökunum.
Hann var fyrirvaralaust handtekinn á heimili sínu í júlí 2021 vegna gruns um meint brot gegn ólögráða einstaklingi og flestir þekkja þá sögu sem nú er lokið. Gylfi, sem er 33 ára, lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020. Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári og hefur ekki verið endurnýjaður.
Sérfræðingar í fótbolta telja að Gylfi eigi a.m.k. góð fjögur ár eftir í greininni en hann hefur enn ekki tjáð sig neitt um málið ytra eftir að það var fellt niður í síðustu viku og mikil leynd var yfir því allan tímann af hálfu yfirvalda sem að lokum felldi það niður.
,,Ég hlakka mjög mikið til að koma aftur heim“ segir Gylfi Þór í viðtali við Sportveiðiblaðið