Knattspyrpumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur heim til Íslands eftir tveggja ára farbann í Bretlandi. Eins og áður hefur verið fjallað um þá var mál gegn Gylfa Sigurðssyni fellt niður í síðastliðinni viku og er Gylfi frjáls maður eftir að hafa setið í um tvö ár undir alvarlegum ásökunum.
Hann var fyrirvaralaust handtekinn á heimili sínu í júlí 2021 vegna gruns um meint brot gegn ólögráða einstaklingi og flestir þekkja þá sögu sem nú er lokið. Gylfi, sem er 33 ára, lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020. Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári og hefur ekki verið endurnýjaður.
Sérfræðingar í fótbolta telja að Gylfi eigi a.m.k. góð fjögur ár eftir í greininni en hann hefur enn ekki tjáð sig neitt um málið ytra eftir að það var fellt niður í síðustu viku og mikil leynd var yfir því allan tímann af hálfu yfirvalda sem að lokum felldi það niður.
https://gamli.frettatiminn.is/14/04/2023/gylfi-sigurdsson-laus-allra-mala-og-verdur-ekki-akaerdur/
https://gamli.frettatiminn.is/01/05/2021/eg-hlakka-mjog-mikid-ad-koma-aftur-heim-segir-gylfi-thor-i-vidtali-vid-sportveidibladid/
https://gamli.frettatiminn.is/14/06/2019/gylfi-sigurdsson-med-einkathotu-i-brudkaupid/
Umræða