Öryggisventill á Bessastaði!
,,Ég mun sigra í kosningunum þann 27. júní næstkomandi en samkvæmt lögum er ég forsetaefni þangað til“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson í dag þegar hann kynnti nýja kosningaskrifstofu sem er á Barónstígnum sem var áður Landlæknsihúsið og er við hlið Sundhallarinnar í Reykjavík.
Guðmundur Franklín var hress og kátur að vanda og mjög glaður í bragði þegar hann bauð fólki að koma og gleðjast með sér og stuðningssfólki sínu við formlega opnun skrifstofunnar á laugardaginn. ,,Það verður opnað formlega klukkan þrjú á laugardaginn en ég verð örugglega mættur í hádeginu og ef einhverjir vilja koma fyrr að spjalla, þá er það að sjálfsögðu velkomið. Þið þurfið ekkert að vera svona forsetalega klædd, komið bara í því sem þið eruð og verið velkomin“ Sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaefni.
,,Berjumst gegn spillingunni“
Þá sagði hann að framboðið væri búið að fá nýjan bíl og hann yrði fyrir utan kosningaskrifstofuna á laugardaginn.
Um er að ræða Toyota Landcruiser jeppa sem er merktur helstu slagorðum og loforðum Guðmundar Franklíns.
Eins og ,,Berjumst gegn spillingunni“ sem hefur verið vel kynnt af hans hálfu sem verkefni sem hann muni takast á við í embætti, verði hann kjörinn forseti.
Orkupakkarnir fari í þjóðaratkvæðagreiðslagreiðslu
Guðmunudur Franklín hefur lofað því að Orkupakkarnir fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur mikið rætt það að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um orkupakkana og hann afhenti m.a. núverandi forseta, Guðna Th. undirskriftalista um að hann mundi nýta málskotsréttinn og leyfa þjóðinni að kjósa.
En Guðni ákvað bara að undirrita lögin og stimpla og leyfa þjóðinni ekki að kjósa eða hafa skoðun á þessu mest umdeilda máli sem komið hefur upp í hans tíð sem forseti. Þar sem skoðanakannanir sýndu að mjög mikill meirihluti þjóðarinnar var á móti lögunum sem voru þvinguð í gegnum Alþingi, gegn þing- og þjóðarvilja og með aðstoð sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar, sem undirritaði lögin athugasemdalaust.
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/364982434461854/