Einn Bragginn enn eða jafnvel Mathöll?
Reykjavíkurborg óskar eftir hugmyndum og samstarfsaðila (leigutaka) til að gæða Sunnutorg að Langholtsvegi 70 lífi á nýjan leik samkvæmt auglýsingu þar um. Fólki bregður í brún þegar Reykjavíkurborg er annars vegar þegar kemur að uppbyggingu gamalla og jafvel ónýtra húsa og vísa þá til Braggans heimsfræga í Nauthólsvík.
Einn þeirra sem hefur miklar áhyggjur hafði samband við Fréttatímann og sagðist óttast að hér væri um einn braggann enn að ræða eða jafnvel eina mathöllina í viðbót við allar hinar: ,,Það er búið að ausa peningum borgarinnar upp á þúsundir milljóna í eintómt klúður af hálfu borgarinnar og nú er verið að auglýsa ónýtt hús til að hefja sama leikinn enn á ný.“
Auglýsing borgarinnar segir m.a. að húsið þarfnist verulegra endurbóta og það sé mjög illa farið og skila verði umsókn um þátttöku fyrir lok dags þann 29. maí 2020
Þá segir jafnframt í auglýsingunni: ,,Húsið, sem er skráð 57 fermetrar, þarfnast verulegra endurbóta en það er mjög illa farið. Gert er ráð fyrir að leigutaki leggi fram hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið. Allar breytingar og viðbætur verða eign Reykjavíkurborg við leigulok.
Áhugasamir aðilar skulu skila inn umsókn um þátttöku á netfangið esr@reykjavik.is fyrir lok dags þann 29. maí 2020. Boðið verður upp á vettvangsferð í samráði við umsækjendur. Senda skal ósk um vettvangsferð á esr@reykjavik.is
Áhugasamir aðilar skulu skila inn umsókn um þátttöku á netfangið esr@reykjavik.is fyrir lok dags þann 29. maí 2020. Boðið verður upp á vettvangsferð í samráði við umsækjendur. Senda skal ósk um vettvangsferð á esr@reykjavik.is
Byggingarnefndarteikningar liggja fyrir
Reykjavíkurborg auglýsti eftir leigutaka árið 2017. Ekki gekk það verkefni upp en nýr leigutaki getur nýtt sér þá vinnu sem þá var unnin þar með talið byggingarnefndarteikningar og samþykkt þeirra.
- aðaluppdráttur sem pdf – einnig hægt að sækja í teikningagrunn
- skýringarmynd sem pdf einnig hægt að sækja í teikningagrunn.
Dómnefnd
Dómnefnd mun velja 2-3 tillögur sem eru áhugaverðar og verður þeim aðilum boðið að gera tilboð í leigu. Við val á starfsemi og samstarfsaðila verður miðað við að húsið gæði hverfið meira lífi og fjölbreytni.“ Segir í auglýsingunni.
https://gamli.frettatiminn.is/nadhusid-komid-i-47-milljonir-en-er-bara-fokhelt/
Umræða