-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Mótorhjól mælt á 210 km. hraða

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ökumaður bif­hjóls var stöðvaður á Suður­lands­vegi við Lög­bergs­brekku um níu­leytið í gær­kvöldi eft­ir að lög­regla hafði mælt hjólið á 210 km/​klst.  – Annar bifjólamaður undir áhrifum áengis og fíkniefna


Ökumaður­inn viður­kenndi 180 km/​klst., að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Hann er einnig grunaður um önn­ur um­ferðarlaga­brot, t.d. brot gegn banni við framúrakstri, skrán­ing­ar­merki ógreini­legt o.fl. Ökumaður­inn var svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða og af­henti öku­skír­teini sitt.
Um klukkan 22 í gærkvöld var svo bifhjóli ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótum Geirsgötu og Tryggvagötu. Ökumaður bifhjólsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig að hafa ekið sviptur ökuréttindum og að vera með fíkniefni í fórum sínum. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Að aðhlynningu lokinni var hann vistaður í fangageymslu.