Jarðskjálfti sem varð rétt fyrir klukkan eitt, mældist 4,0 og var um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt um hádegi fannst fyrir öðrum jarðskjálfta af stærðinni 4,0 á sömu slóðum.
Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar, 1633 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi s.l. tvo sólarhringa og um 2000 síðan skjálftahrinan hófst eftir hádegi á föstudag.
Áframhaldandi skjálftavirkni er á svæðinu norðaustur af Siglufirði og biðlar Veðurstofan og Almannavarnir til fólks á svæðinu að gæta varúðar.
Fjöldi skjálfta:
- Stærð minni en 1 alls: 123
- Stærð 1 til 2 alls: 990
- Stærð 2 til 3 alls: 447
- Stærri en 3 alls: 73
- Samtals: 1633
https://gamli.frettatiminn.is/gudmundur-franklin-forsetaefni-fjallar-um-spillinguna-a-islandi/
Umræða