Sumar Miðvarpið hefur hafið göngu sina, Fjóla og Golíat munu taka viðtal við kjörna fulltrúa Miðflokksins og aðra skemmtilega gesti í þessari sumarseríu
Yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn vegna spillingarafla innan flokksins
Nýr þáttur alla sunnudaga, lèttir og skemmtilegir þættir þar sem komið er víða við. Í fyrsta þætti er tekið á móti Sigurði Þ. Ragnarssyni, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Hafnarfirði. Siggi Stormur segir frá því hvernig nafnbótin Stormur festist við hann og segir að hann sé alls ekki móðgaður með nafnbótina sem hefur náð að festast við hann. Sigurður segir frá uppruna sínum og það er virkilega fróðleg og skemmtileg yfirferð.
Þá segir hann frá því að samleið hans með Sjálfstæðisflokknum hafi rofnað og hann yfirgefið flokkinn vegna þess að honum ofbauð spillingin innan flokksins. Málefnin réðu ekki alltaf för og spillingin hefði oftar en ekki ráðið för í starfsemi flokksins.
Spilling í orkumálum
Þá ræðir hann um spillinguna í orkumálum og fyrirhugaða sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum í HS orku. Honum hugnast ekki að orkan sé færð bröskurum og ekki sé skynsamleg stefna að selja og einkavæða orkuna sem væri mjólkurkúin hjá sveitarfélaginu og almennt hjá þjóðinni. Að lokum spáir þessi reyndi veðurfréttamaður góðu sumri.