Sala á Íslandsbanka og lögreglulög verða afgreidd en stór mál sitja á hakanum. Má þar nefna samgönguáætlun til næstu fimmtán ára.
Frumvarp um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka og fjármálaraáætlun verða afgreidd fyrir þinglok en stór mál klárast ekki samkvæmt samkomulagi þingflokkanna um lok þingsins. Mikil vinna er fyrir bý vegna samgönguáætlunar að mati stjórnarandstöðunnar. Óeining ríkisstjórnarflokkanna er sögð einkenna þinglokin að sögn ríkisútvarpsins sem fjallaði ítarlega um málið.
Sala á Íslandsbanka verður á dagskrá sem og ný lögreglulög ásamt fjárlögum, auk frumvarps um stofnun Mannréttindastofnunar. Þau mál sem fara ekki til atkvæðagreiðslu eru stór mál eins og ÍL-sjóðurinn sem er mikill fjárhagur fyrir ríkið, frumvarp um lagareldi og svo samgönguáætlunin sem hljóðaði upp á níu hundruð milljarða.
Umræða