Mikill eldur gaus upp í bakhúsi við íbúðarhús við Tangagötu á Ísafirði um sexleytið í dag. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út auk lögreglu og sjúkraliðs.
Húsið var mannlaust en samkvæmt upplýsingum lögreglu stafaði mikil hætta af eldinum. Rúv birti fréttina fyrst af brunanum.
Hundur var í hundakofa í garðinum en hann slapp ómeiddur. Húsið er timburhús og liggur samhliða öðru íbúðarhúsi. Slökkviliði gekk greiðlega að ná tökum á eldinum og er nú verið að reykræsta.
Umræða