-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Nokkur mál úr dagbók lögreglu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Alls voru 35 mál bókuð á tímabilinu 11 til 17  Tveir vistaðir í fangageymslu

 Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes
11:35   Karlmaður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu. Á vettvangi hafði hann heimtað að fá upplýsingar um mál sem var honum óviðkomandi og lét sér ekki segjast. Var látinn laus frá lögreglustöð en verður kærður.
11:52   Tilkynnt um innbrot í verslun í Múlahverfi. Rúða í útidyrahurð brotin og peningar teknir úr sjóðsvél. Málið er í rannsókn.
14:18   Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kringlunni. Kona á fertugsaldri staðin að þjófnaði. Munir endurheimtust. Konan laus að lokinni skýrslutöku.
15:27   Tilkynnt um innbrot í hjólhýsi í Múlahverfi. Aðkoman slæm, allt í drasli. Gerandi handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð. Viðurkenndi brotið.
15:50   Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kringlunni. Kona á fertugsaldri staðin að þjófnaði. Laus að lokinni skýrslutöku. Þýfi skilað.
Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
11:16   Kvartað yfir ærandi hávaða frá mótorhjólum í miðbæ Hafnarfjarðar. Sum mótorhjól talin hljóðkútslaus, ekið yfir hámarkshraða og mjög glannalega. Háttsemin sögð eiga sér stað á hverju kvöldi.
11:25   Kvartað yfir lagninum ökutækja í hverfi 220. -Gripið til aðgerða í nokkrum tilvikum.
Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.
11:33   Tilkynnt að krakkar í unglingavinnu séu í hættu vegna umferðar í Kópavogi. -Haft samband við Kópavogsbæ sem ætlaði að hafa samband við verkstjórann.
14:46   Kvartað yfir unglingum til vandræða. Voru á skellinöðrum/vespum inná leiksvæði með tilheyrandi hættu fyrir önnur börn.
Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.

  • Einn handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Vistaður í fangageymslu. Laus að lokinni skýrslutöku.

13:42     Tilkynnt um eignspjöll á bifreið.
14:19     Erlendur ökumaður kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.