Helstu tíðindi frá lögreglu 21. Júlí 05:00 til 17:00. Alls eru bókuð 72 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 103 en þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann ók á tvær kyrrstæðar bifreiðar á bifreiðastæði skammt frá. Engin slys á fólki en tvær bifreiðar óökufærar eftir.
Tilkynnt um slagsmál milli þriggja aðila í hverfi 105 þar sem bareflum var beitt. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um innbrot í bifreiðar í hverfi 105. Málið til rannsóknar.
Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 108 en þar höfðu tveir kranar skollið saman. Engin slys á fólki en nokkuð tjón á krönunum.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 221. Gerandi á staðnum og mál afgreitt með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 112 en þar hafði verið brotist inn í bifreið og þar stolið bakkmyndavél og tveimur AA rafhlöðum. Málið í rannsókn.