Búast má við hvössum vindi syðst á landinu og við Öræfajökul með hviðum kringum 30 m/s þegar verst lætur. Aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Lægir í kvöld og nótt. Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 21.08.2019 15:37
Suðurland
Hvassviðri syðst á svæðinu (Gult ástand) 21 ágú. kl. 10:00 – 18:00
Austan og norðaustan 15-20 m/s syðst á svæðinu og vindhviður 25-30 m/s (t.d. á Reynisfjalli og undir Eyjafjöllum). Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Hægari vindur annarsstaðar á spásvæðinu.
Suðausturland
Norðaustan hvassviðri við Öræfajökul (Gult ástand) 21 ágú. kl. 11:00 – 22 ágú. kl. 01:00
Norðaustan og austan 15-20 m/s sunnan og vestan við Öræfajökul og vindhviður kringum 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Hægari vindur annarsstaðar á spásvæðinu.
Veðurhorfur á landinu
Austanátt, víða 8-13 m/s, en 15-20 og snarpar hviður syðst á landinu og einnig við Öræfajökul. Rigning með köflum sunnan- og austanlands, en yfirleitt þurrt annars staðar.
Lægir í kvöld og nótt. Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun. Bjart að mestu á vesturhelmingi landsins, en stöku skúrir þar síðdegis. Dálítil rigning um landið austanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi. Spá gerð: 21.08.2019 15:37. Gildir til: 23.08.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir, einkum síðdegis. Þurrt á Norðausturlandi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á laugardag:
Breytileg átt 5-13 og rigning, en skúrir um landið vestanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á sunnudag:
Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu, en hægari vindur og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með rigningu, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Spá gerð: 21.08.2019 09:19. Gildir til: 28.08.2019 12:00.