Einn heppinn Lottó miðahafi fær rúmlega 21,5 milljónir í 1. vinning í kvöld en miðinn var keyptur í Lottó appinu. Fjórir miðahafar voru svo með bónusvinninginn og fá rúmlega 236 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir hér á lotto.is, einn á Holtanesti í Hafnarfirði og sá síðasti á Olís Álfheimum
Þá var einn spilari með allar tölur í réttri röð í Jóker og fær því 1. vinninginn í kvöld. Miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni og fær viðkomandi 2 milljónir króna í vinning.
Fjórir voru með 2. vinning í Jóker en tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn í Lottó appinu og sá síasti á N1 Fossvogi. Hver og einn vinningshafi fær 100 þúsund krónur.
Umræða