Þegar þetta er skrifað þá eru 8 manns í fangaklefa lögreglu.
Hér eru helstu atriði úr dagbók lögreglu: Tilkynnt um umferðarslys, þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaður var ölvaður. Ökumaður handtekinn og vistaður vegna málsins.
Þrír aðilar handteknir eftir að tilkynnt var um átök í heimahúsi. Kom svo í ljós að þessir þrír voru að rukka inn skuld með tilheyrandi látum og ofbeldi. Árásarþoli ekki talin mikið slasaður en þó fluttur með sjúkrabifreið til frekari aðhlynningar.
Tilkynnt um hugsanleg hópslagmál að byrja við Mjóddina. Lögregla stutt frá vettvangi en þega hún kom á vettvang var allt rólegt að nokkrir aðilar að ganga sína leið. Ekkert aðhafst frekar.
Lögregla aðstoði hótel starfsmann að vísa ölvuðum gest í burtu. Gestur búinn með alla sénsa og eftir að eigur hans voru sóttar inn á herbergi þá gekk hann í burtu.
Tilkynnt að ekið hefði verið á reiðhjólamann. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að hann sagðist vera óslasaður. Málið unnið samkvæmt venju og fóru allir sýna leið að því loknu.
Lögregla hafði afskipti af bifreið í akstri, tveir í bílnum og ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig vaknaðu upp grunur um að bifreiðin væri stolin. Bæði handtekin og vistuð grunuð um þjófnað á bifreiðinni.