Vladimír Pútín tilkynnti herkvaðningu í Rússlandi í ávarpi sínu um klukkan sex í morgun og sagði hann að herkvaðningin taki gildi frá og með deginum í dag og að varnarmálaráðuneytið hafi þegar samþykkt ráðstöfunina og ritað undir skipunina.
Í ávarpi sínu sagði Pútín að Vesturveldin hafi sýnt fram á að þau stefni á að gjöreyða Rússlandi og að borgarar Úkraínu hafi verið notaðir sem byssufóður. „Markmið okkar er að frelsa Donbass,“ samkvæmt frétt mbl.is sem birti fyrst fréttir af málinu hér á landi.
Pútin segir að Vesturveldin vilji ekki að friður ríki á milli Rússlands og Úkraínu og þar með sé áríðandi að grípa til aðgerða „til að vernda fólk í frelsuðu héruðunum.“
Þá sakaði Pútín Vesturveldin um að kúga Rússland með kjarnorkuvopnum – en Rússland eigi næg vopn í vopnabúrinu gagnvart þeim. „Við verðum að nýta öll okkar úrræði til að verja fólkið okkar,“ sagði hann. Ríkisfréttamiðillinn Tass segi að ekki sé um allsherjarherkvaðningu að ræða, en útfærsla liggur ekki fyrir.
https://gamli.frettatiminn.is/16/09/2022/fjoldagrof0-440-lik-af-bornum-og-fullordnum-pyntingar-naudganir-og-aftokur/
Umræða