-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Pútín tilkynnir herkvaðningu og segir nóg til af kjarn­orku­vopn­um í Rússlandi

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Vla­dimír Pútín til­kynnti herkvaðningu í Rússlandi í ávarpi sínu um klukkan sex í morgun og sagði hann að herkvaðning­in taki gildi frá og með deg­in­um í dag og að varn­ar­málaráðuneytið hafi þegar samþykkt ráðstöf­un­ina og ritað und­ir skip­un­ina.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti
Í ávarpi sínu sagði Pútín að Vest­ur­veld­in hafi sýnt fram á að þau stefni á að gjör­eyða Rússlandi og að borg­ar­ar Úkraínu hafi verið notaðir sem byssu­fóður. „Mark­mið okk­ar er að frelsa Don­bass,“ samkvæmt frétt mbl.is sem birti fyrst fréttir af málinu hér á landi.

Pútin seg­ir að Vest­ur­veld­in vilji ekki að friður ríki á milli Rúss­lands og Úkraínu og þar með sé áríðandi að grípa til aðgerða „til að vernda fólk í frelsuðu héruðunum.“

Þá sakaði Pútín Vest­ur­veld­in um að kúga Rúss­land með kjarn­orku­vopn­um – en Rúss­land eigi næg vopn í vopna­búr­inu gagn­vart þeim. „Við verðum að nýta öll okk­ar úrræði til að verja fólkið okk­ar,“ sagði hann. Rík­is­fréttamiðillinn Tass segi að ekki sé um alls­herj­ar­herkvaðningu að ræða, en út­færsla ligg­ur ekki fyr­ir.

Fjöldagröf: 440 lík af börnum og fullorðnum – pyntingar, nauðganir og aftökur