Helstu fréttir lögreglunnar eftir nóttina eru af inngripi í heimilisofbeldi, innbrot og líkamsárás
Klukkan 17:20 í gærdag var maður handtekinn grunaður um húsbrot / heimilisofbeldi og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Um klukkustund síðar var tilkynnt um innbrot og átök, í íbúð í hverfi 104. Fjórir aðilar voru handteknir á vettvangi og grunaðir um líkamsárás, húsbrot, brot gegn vopnalögum ofl. Aðilarnir 3 menn og 1 kona voru vistuð í fangageymslu lögreglu á meðan vinnsla málsins fór fram og voru svo laus að lokinni skýrslutöku.
Klukkan 20:41 var bifreið stöðvuð á Miklubraut og var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja en maðurinn hefur áður verið metinn af lækni sen óhæfur til aksturs ökutækja. Klukkustund síðar var tilkynnt um mann vera að greiða fyrir vörur í verslun með fölsuðum 100$ seðli. Málið sett í rannsókn.
Þá voru ökumenn stöðvaðir víða á Höfuðborgarsvæðinu, grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum vímuefna.