Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri, á göngu um pallinn við efri brún Skógarfoss þann 14. október, lést, að því er virðist vegna bráðra veikinda. Samferðamenn hans hófu endurlífgunartilraunir og björgunarsveitarmenn sem voru á Skógum þegar beiðni um aðstoð barst héldu endurlífgunartilraunum áfram og við bættust sjúkraflutningamenn, læknir og lögregla.
Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Þyrla LHG var þá rétt ókomin á vettvang og var lík mannsins flutt á Selfoss með henni. Krufning hefur farið fram og bráðabirgðaniðurstaða bendir eins og áður sagði til bráðra veikinda. Aðstandendur mannsins komu til landisins og með aðstoð ræðismanns ríkis síns verður þeim þáttum er þau fá nú upp í hendurnar lokið. Lögreglan á Suðurlandi greindi frá málinu.