-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Dómur í Rauðagerðismálinu í dag

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Dómur verður kveðinn upp í manndrápsmáli, svokölluðu Rauðagerðismáli, í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í dag. Þar sem fjórir aðilar eru ákærðir fyrir að hafa átt þátt í morðinu á Armando Bequiri.

Angjelin Sterkaj sem er einn hinna ákærðu, játar að hafa skotið Armandi til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar s.l.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sagði í fréttum RÚV við lok aðalmeðferðar á sínum tíma, að morðið hefði verið vel skipulagt og taldi að refsing Angjelins ætti að vera á bilinu 16 til 20 ár og nær 20 árum.

Aðrir sakborningar ættu ekki að fá vægari refsingu en fimm ára fangelsi.