Nói Síríus innkallar pakkningar af Svörtum Opal, 100g , vörunúmer 30324 með best fyrir dagsetningunni 12.1.2024.
Komið hefur í ljós að við framleiðslu á Svörtum Opal, sem er sykurlaus vara, að Rauður Opal sem ekki er sykurlaus hefur blandast saman við pökkun. Það olli því að þessi framleiðslulota af Svörtum Opal inniheldur sykur.
Við höfum þegar tilkynnt viðeigandi yfirvöldum um innköllunina og komið upplýsingum á framfæri til söluaðila um að viðkomandi vara verði tekin úr sölu og er ný framleiðslulota af svörtum Opal væntanleg í verslanir.
Við hvetjum þá sem keypt hafa svartan Opal til að athuga dagsetninguna á umbúðunum og koma pokunum til okkar eða farga vörunni ef við á. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Discussion about this post