Helstu verkefni lögreglu í dag, 21.10.2023 frá 05-17:00 eru eftirfarandi:
Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær
Aðili handtekinn í hverfi 101 grunaður um rán og líkamsárás. Aðilinn vistaður í klefa og málið enn í rannsókn.
- Tilkynnt um aðila sem sýnir ógnandi hegðun í hverfi 105 þar sem hann sparkaði t.d. í leigubifreið og olli tjóni á henni. Lögregla fer á vettvang og tekur framburð og ræðir við tjónþola.
- Ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur 86/50 km/klst í hverfi 108, ökumaður játaði skýlaust.
- Tilkynn um umferðarslys í hverfi 101, lögregla fer á vettvang ásamt sjúkraliði. Ekki slys á fólki, Krókur dregur tvær fólksbifreiðar af vettvangi.
- Ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur 85/50 km/klst í hveri 108, ökumaður játaði skýlaust.
Lögreglustöð 2 – Hafnafjörður og Garðabær
Tilkynnt um skemmdir á strætóskýli þar sem gler hafði verið brotið.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
Tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi á stigagangi sameignar.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
Tilkynnt um betlara fyrir utan verslun í hverfi 112.
Tilkynnt um slasaða gæs í Árbæ.
Umræða