Hugleiðingar veðurfræðings
Austur af landinu er víðáttumikil 971 mb lægð og veldur norðvestlægum áttum með skúrum um allt land en er líður á daginn kólnar norðantil með snjókomu eða él. Í nótt og á morgun fjarlægist lægðin landið og þá lægir og birtir til en við norðausturströndina verður norðvestan strekkingur eða allhvass vindur með ofankomu fram yfir hádegi. Hiti yfirleitt í kringum frostmark en að 7 stigum við suðausturströndina. Spá gerð: 21.10.2024 06:41. Gildir til: 22.10.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu – Frost 0-5 stig
Vestan og norðvestan 5-13 m/s og skúrir, en snjókoma eða slydda norðantil síðdegis. Fremur hæg breytileg átt og bjart að mestu á morgun, en norðvestan 13-20 og snjókoma eða slydda norðaustan- og austanlands fram til hádegis.
Hiti 0 til 7 stig í dag, mildast suðaustanlands, en kólnar í nótt. Víða 0 til 5 stiga frost á morgun, en um eða yfir frostmarki allra syðst. Gengur í vaxandi austanátt annað kvöld, með rigningu eða slyddu sunnantil. Spá gerð: 21.10.2024 10:49. Gildir til: 23.10.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en slydda eða snjókoma með köflum á norðanverðu landinu. Hvassara og úrkomumeira um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Norðan og norðvestan 13-20 m/s með snjókomu um landið norðan og vestanvert og kólnar. Hægari suðlæg átt og slydda suðaustan og austanlands fram eftir degi og hiti 0 til 6 stig. Lægir um kvöldið, styttir víða upp og frystir um allt land.
Á föstudag:
Gengur í allhvassa sunnan og síðar suðvestanátt með rigningu, fyrst suðvestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil fram eftir degi. Hlýnar í veðri um tíma.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Stíf vestlæg átt með éljum, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 0 til 6 stig, en kólnar þegar líður á daginn.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum, en bjart að mestu sunnan- og vestantil. Frost um allt land.
Spá gerð: 21.10.2024 09:57. Gildir til: 28.10.2024 12:00.