Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands
Í dag verður norðaustan hvassviðri eða stormur á norðan- og austanverðu landinu með snjókomu eða éljum og skafrenning. Viðvaranir vegna hríðar eru í gildi á stórum hluta landsins. Einnig verður hvasst sunnan undir Vatnajökli og gætu vindhviður farið yfir 40 m/s seinnipartinn og í kvöld. Bjartviðri verður víðast hvar sunnantil á landinu og hægari vindur suðvestanlands. Hiti veður víðast hvar um frostmark, en upp í 8 stiga hiti verður með suðurströndinni.
Áfram verður hvasst á landinu á morgun, en síðan fer veðrið að róast á mánudag og útlit er fyrir hæga breytilega átt á Aðfangadag með stöku éljum eða skúrum við ströndina, og það sama verður uppi á teningnum á Jóladag.
Spá gerð: 21.12.2019 06:43. Gildir til: 22.12.2019 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Vestfirðir
Norðaustan hríð (Gult ástand)
21 des. kl. 07:00 – 22 des. kl. 23:00
Norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með éljum eða snjókomu og mögulega skafrenningi. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum, sérílagi á fjallvegum.
Strandir og Norðurland vestra
Hríð og vindur (Gult ástand)
21 des. kl. 09:00 – 22 des. kl. 15:00
Norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með éljum eða snjókomu, einkum við ströndina, og mögulega skafrenningi. Hvassast verður hlémegin við fjöll, einkum á V-verðum Tröllaskaga þar sem hviður geta farið yfir 35 m/s. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum, sérílagi á fjallvegum.
Norðurland eystra
Norðaustan hríð (Gult ástand)
21 des. kl. 12:00 – 22 des. kl. 15:00
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt (13-20 m/s) með éljum eða snjókomu og mögulega skafrenningi. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum, sérílagi á fjallvegum.
Austurland að Glettingi
Norðaustan hríð (Gult ástand)
21 des. kl. 12:00 – 22 des. kl. 10:00
Norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s, með éljum eða snjókomu og mögulega skafrenningi. Líkur á talsverðri ofankomu um tíma. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum, sérílagi á fjallvegum.
Austfirðir
Norðaustan hríð (Gult ástand)
21 des. kl. 11:00 – 22 des. kl. 09:00
Norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s, með éljum eða snjókomu og mögulega skafrenningi. Líkur á talsverðri ofankomu um tíma. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum, sérílagi á fjallvegum.
Suðausturland
Norðaustan stormur (Gult ástand)
21 des. kl. 01:00 – 22 des. kl. 12:00
Norðaustan hvassviðri eða stormur, 15-25 m/s, hvassast við Öræfajökul og vindhviður þar geta náð yfir 40 m/s. Bætir í norðlægan vind A-til á svæðinu á laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudags. Vindurinn getur verið varasamur fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Miðhálendið
Norðaustan hríð (Gult ástand)
21 des. kl. 01:00 – 22 des. kl. 18:00
Norðaustan hvassviðri eða stormur (18-25 m/s) með snjókomu og/eða skafrenningi, einkum norðan jökla. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum skilyrðum til ferðalaga.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðaustan hvassviðri eða storm, 18-23 m/s, norðan- og austantil, heldur hægari suðvestanlands. Hvessir frekar um landið suðaustanvert seinnipartinn, norðan 20-25 m/s í kvöld og nótt. Dregur úr vindi er líður á morgundaginn, 10-18 m/s víðast hvar undir kvöld, en hvassari á Vestfjörðum. Él eða snjókoma norðan- og austanlands en slydda eða rigning við sjóinn. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt um landið sunnanvert. Hiti nálægt frostmarki, en upp í 8 stig með S-ströndinni.
Spá gerð: 21.12.2019 05:16. Gildir til: 22.12.2019 00:00.
Víðast hvar vetrarfærð og mjög víða skafrenningur. Versnandi veður og færð er í flestum landshlutum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Gul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með snjókomu norðan- og austanlands, en slyddu við ströndina. Þurrt um landið suðvestanvert. Hiti víða nálægt frostmarki, en upp í 8 stig með suðurströndinni.
Á mánudag (Þorláksmessa):
Norðaustan 8-15 m/s og dálítil él um landið norðanvert, en annars úrkomulítið. Hiti víða um frostmark.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Hæg austlæg átt og skýjað með stöku él eða slydduél í öllum landshlutum. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag (jóladagur):
Snýst í suðlæga átt með dálítilli él eða slydduél sunnantil. Hiti breytist lítið. Þurrt og kólnandi á norður- og austurlandi.
Á fimmtudag (annar í jólum):
Suðaustlæg átt með dálitlum éljum eða skúrum, en þurrt að kalla norðantil. Frost 2 til 6 stig, en hiti um frostmark með suðurströndinni.
Á föstudag:
Útlit fyrir stífa austlæga átt með rigningu eða slyddu austantil á landinu en bjartviðrið vestanlands. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 20.12.2019 20:36. Gildir til: 27.12.2019 12:00.