Helstu tíðindi frá lögreglu 17:00-05:00
Lögreglustöð 1
- Tilkynnt um skrifborðastól á Miklubraut við Réttarholtsveg. Einhver búinn að fjarlægja hann þegar lögregla kom að.
- Tilkynnt um umferðaróhapp á Miklubraut. Ekki vitað um meiðsli en draga þurfti báðar bifreiðar af vettvangi með dráttarbifreið.
- Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu í hverfi 104 vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Reynt að koma einstaklingnum heim sem brást þá illa við og þurfti að setja einstaklingin í handjárn til að tryggja öryggi á vettvangi. Einstaklingurinn vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman.
- Bifreið stöðvuð í hverfi 105 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
- Höfð afskipti af erlendum einstakling í hverfi 105 en hann er grunaður um vörslu fíkniefna. Við nánari skoðun vaknaði grunur um að einstaklingurinn væri í ólöglegri dvöld í landinu. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
- Bifreið stöðvuð í hverfi 101 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Lögreglustöð 2
- Bifreið stöðvuð í hverfi 221 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
- Tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í hverfi 220.
- Tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í hverfi 220. Tveir einstaklinagr handteknir grunaðir um líkamsárás og eru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Smáralind. Grunaði laus að lokinni skýrslutöku.
- Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 201 en þar hafði bifreið oltið þar sem henni var ekið eftir Reykjanesbraut. Minniháttar meiðsli og bifreiðin töluvert tjónuð eftir óhappið.
- Leigubílstjóri óskar eftir aðstoð í hverfi 200 vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur.
- Leigubílstjóri óskar eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem réðst á hann og náði að koma honum út úr bifreiðinni. Farþeginn ók síðan í burtu á bifreið leigubílstjórans. Bifreiðin stöðvuð skömmu síðar og var ökumaðurinn(fyrrum farþegi) þá handtekinn grunaður um rán, akstur undir áhrifum áfengis auk fleiri brota. Ökumaðurinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Leigubílstjórinn leitaði á bráðamóttöku til skoðunar en ekki er vitað um meiðsli hans á þessu stigi.
- Bifreið stöðvuð í hverfi 200 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.
Lögreglustöð 4
- Óskað eftir aðstoð lögreglu að skemmtistað í hverfi 112 vegna einstaklings sem var óvelkominn en var með truflaði starfsemi staðarins. Einstaklingum vísað burt.
- Leigubílstjóri óskar eftir aðstoð í hverfi 112 vegna farþega sem var til vandræða.
Umræða