Sunnan- og suðvestan 15-25, hvassast vestast. Skúrir. Suðaustan 13-20 um miðnætti og rigning, talsverð á suðaustanverðu landinu og einnig SV-til í fyrramálið. Úrkomulítið á N-landi. Suðvestan 18-28 og snarpar hviður við fjöll með éljagangi eftir hádegi. Hviður geta orðið allt að 40 m/s. Hiti 3 til 10 stig en kólnar á morgun.
Faxaflói
Sunnan stormur (Gult ástand)
22 feb. kl. 16:30 – 21:30 – Sunnan 15-23 m/s og skúrir.
Breiðafjörður
Sunnan stormur eða rok (Gult ástand)
22 feb. kl. 18:00 – 23:00 – S 18-28 m/s, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi og hviðum upp í 45 m/s. Skúrir.
Strandir og Norðurland vestra
Suðvestan stormur (Gult ástand)
23 feb. kl. 15:00 – 24 feb. kl. 01:30 – Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með snörpum hviðum, hvassast austast.
Norðurland eystra
Suðvestan stormur (Gult ástand)
23 feb. kl. 14:30 – 24 feb. kl. 01:30 – Gengur í suðvestan storm með snörpum hviðum.
Austurland að Glettingi
Suðvestan stormur (Gult ástand)
23 feb. kl. 09:27 – 09:27 – Gengur í suðvestan storm með snörpum hviðum.
Austfirðir
Suðvestan stormur (Gult ástand)
23 feb. kl. 14:00 – 24 feb. kl. 01:00 – Gengur í suðvestan storm með snörpum hviðum og rigningu köflum.
Suðausturland
Suðvestan stormur (Gult ástand)
23 feb. kl. 12:00 – 24 feb. kl. 01:00 – Gengur í suðvestan storm með snörpum hviðum og rigningu köflum.
Miðhálendið
Sunnan stormur eða rok (Gult ástand)
22 feb. kl. 15:00 – 23 feb. kl. 01:00 – Gengur í sunnan 18-25 m/s. Vindhviður jafnvel yfir 40 m/s. Slydda eða rigning og lélegt ferðaveður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðlæg átt, víða 10-15 m/s, en hægari NA-lands. Fer að rigna S- og V-lands og dálítil væta NA-til um kvöldið. Hlýnandi veður og frostlaust á öllu landinu undir kvöld.
Á mánudag:
Suðaustan 5-13 og úrkomulítið, hvessir með rigningu um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Allhvöss suðvestanátt, rigning eða slydda en síðar skúrir. Þurrt á Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él um landið V-vert. Hiti 0 til 5 stig en frystir NA-til.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir austanátt með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig.
Spá gerð: 22.02.2019 08:49. Gildir til: 01.03.2019 12:00.
Umræða