Landssamband íslenskra verslunarmanna hefur í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
Í fréttatilkynningu frá LÍV kemur fram að viðræður á milli aðila hafi staðið yfir frá því fyrir áramót, án þess að þær hafi skilað viðunandi niðurstöðu.
Umræða