Safna þarf 18 þúsund undirskriftum borgarbúa fyrir lok þessa mánaðar
Íbúar í Árbæ og Breiðholti fengu símtöl í vikunni frá vinum og hollvinum Elliðaárdals og voru íbúar hvattir til að skrifa undir lista, þar sem krafist er íbúakosninga um fyrirhugaða uppbyggingu á þróunarreit við Elliðaárdal. Skrifstofa samtakanna í Mörkinni 4 verður opin frá 12-16 um helgina, en það eru sjálfboðaliðar sem vinna við að safna undirskriftum til þess að mótmæla uppbyggingu á þróunarreitnum norðan Stekkjarbakka sem borgarstjórn Reykjavíkur hyggst koma í framkvæmd.
Hollvinasamtökin hafa barist hart gegn fyrirhugaðri uppbyggingu á þróunarreitnum norðan Stekkjarbakka undanfarið og samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar erindi samtakanna í s.l. mánuði, um undirskriftasöfnun um íbúakosningu vegna framkvæmdanna.
Safna þarf 18 þúsund undirskriftum borgarbúa fyrir lok þessa mánaðar til þess að íbúakosningar verði samþykktar. Nú þegar hafa 7.000 ritað nafn sitt á listann.
Hér er hægt að skrifa undir mótmæli samtakanna gegn uppbyggingu í Elliðarárdal
Íbúakosning knýr fram umræðu. Frumkvöðlarnir að baki Biodome og aðrir sem fá lóð á svæðinu gerðu þá rækilega grein fyrir starfseminni sem myndi fara þar fram, hvers konar umferð mannvirkið muni laða að sér og hvert viðskiptamódelið er. Almenningur fengi einnig að vita hver yrði líklegasta notkun lóðarinnar ef þetta verkefni dytti upp fyrir. Það ættu allir að geta stutt íbúakosningu um þetta skipulag.
Berjast.