Safna þarf 18 þúsund undirskriftum borgarbúa fyrir lok þessa mánaðar
Íbúar í Árbæ og Breiðholti fengu símtöl í vikunni frá vinum og hollvinum Elliðaárdals og voru íbúar hvattir til að skrifa undir lista, þar sem krafist er íbúakosninga um fyrirhugaða uppbyggingu á þróunarreit við Elliðaárdal. Skrifstofa samtakanna í Mörkinni 4 verður opin frá 12-16 um helgina, en það eru sjálfboðaliðar sem vinna við að safna undirskriftum til þess að mótmæla uppbyggingu á þróunarreitnum norðan Stekkjarbakka sem borgarstjórn Reykjavíkur hyggst koma í framkvæmd.
Hollvinasamtökin hafa barist hart gegn fyrirhugaðri uppbyggingu á þróunarreitnum norðan Stekkjarbakka undanfarið og samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar erindi samtakanna í s.l. mánuði, um undirskriftasöfnun um íbúakosningu vegna framkvæmdanna.
Safna þarf 18 þúsund undirskriftum borgarbúa fyrir lok þessa mánaðar til þess að íbúakosningar verði samþykktar. Nú þegar hafa 7.000 ritað nafn sitt á listann.
Hér er hægt að skrifa undir mótmæli samtakanna gegn uppbyggingu í Elliðarárdal