-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Vill engin veggjöld en fagnar komu nýrrar Selfossbrúar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi M-listans í Svf. Árborg, skrifar um komu nýrrar Selfossbrúar

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi M-listans í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður Eigna- og veitunefndar. Fagnar komu nýrrar brúar yfir Ölfusá en hefði engin veggjöld vilja sjá og greinir frá því á vef sínum og hví gerð brúarinnar tafðist um mörg ár. 

Það ber að fagna komu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá þó engin veggjöldin myndi ég vilja sjá, þar sem ég tel að samfélagslegur ávinningur af framkvæmdinni muni borga hana upp á fáeinum árum. Því miður er brúin amk. 5-10 árum of seint á ferðinni.

Seinkunin er tilkomin vegna andstöðu þáverandi forseta bæjarstjórnar og nokkurra annarra bæjarfulltrúa Svf. Árborgar sem ekki voru sáttir við legu brúarinnar og e-s fleira. Vegna andstöðunnar og óvissunnar í kjölfarið ákvað þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal heitin að fara fyrst í þá framkvæmd að lagfæra veginn á milli Selfoss og Hveragerðis og bíða með Selfossbrúna.

Hvað varðar mannvirkið sjálft að þá er það stórglæsilegt. Staðarvalið og val á burðarkerfi er tilkomið vegna mögulegra áhrifa jarðskjálfta á mannvirkið. Einhver misskilningur hefur komið upp í umræðunni með breidd brúarinnar og akreinafjölda yfir hana. Það er rétt að hún verður 2+1 í fyrstu + göngu/hjólaleið. Þegar þörf verður á því að hafa 2+2 að þá verður göngu/hjólaleiðin færð útfyrir brúna. Þetta er skynsamleg nálgun hjá Vegagerðinni.

Ég hlakka til að aka yfir brúna er hún verður vígð árið 2025 eða 2026.